Erlent

Líkamsræktarstöð fyrir nakið fólk

Þetta fólk gæti sleppt því að vera í fötum í ræktinni í bænum Heteren í Hollandi.
Þetta fólk gæti sleppt því að vera í fötum í ræktinni í bænum Heteren í Hollandi. MYND/Vilhelm
Hollendingar munu brátt geta lyft lóðum án íþyngjandi leikfimisklæðnaðar en í bænum Heteren í Hollandi mun líkamsræktarstöð fyrir nakið fólk opna á sunnudaginn kemur.

Líkamsræktarstöðvareigandinn Patrick de Man sagði að hann hefði fengið hugmyndina þegar að sumar líkamsræktarstöðvar fóru að bjóða upp á tíma í súludönsum. Hann sagðist þá hafa hugsað með sér „Því ekki að fara einu skrefi lengra?" og ákvað að banna hinn íþyngjandi líkamsræktarklæðnað.

Fólkið sem mætir í stöðina mun þó þurfa að setja handklæði á æfingatækin fyrir notkun og verða þau síðan sótthreinsuð eftir hverja notkun.

Aðeins eitt vandamál er í augsýn. Bernd Huiser, formaður Náttúrulegafélags Hollendinga, sem er félag nektarunnenda, sagði að flestir félagsmenn vildu frekar vera klæddir í ræktinni. Það væri helst úti við sem þeir vildu vera naktir. Hann sagði þó að félagið, sem hefur 70.000 meðlimi, myndi fylgjast grannt með þróun mála í nýju nektarlíkamsræktarstöðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×