Erlent

Sérsveitir indíána elta uppi eiturlyfjasala

Á myndinni sést einn liðsmaður Skuggaúlfanna.
Á myndinni sést einn liðsmaður Skuggaúlfanna. MYND/Vísir

Sérsveit bandarískra indíána hefur verið valin til þess að vakta landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Índíánarnir nota til þess tækni sem forfeður þeirra fullkomnuðu og foreldrar þeirra kenndu þeim síðan. Þeir eiga að rekja spor í eyðimerkurlandslaginu við landamæri ríkjanna tveggja til þess að hafa uppi á eiturlyfjasölum og smyglurum.

Lögreglan í Arizona segir að þeir séu einstaklega færir í sínu starfi og slái oft besta tækjabúnaði við. Innflytjendaeftirlit Bandaríkjanna ætlar sér nú að þjálfa upp fleiri indíána til þess að gegna störfum sem þessum. Meðlimir úr þessari sérsveit, sem heitir Skuggaúlfarnir, eru meira að segja á leið til Evrópu til þess að kenna lögreglumönnum í Króatíu og Makedóníu tækni sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×