Erlent

Rottweilerinn sér um lömbin

Rottweilerhundar eru greinilega til margs nýtilegir.
Rottweilerhundar eru greinilega til margs nýtilegir. MYND/Vísir

Þó svo að rottweiler hundar hafi á sér slæmt orðspor er einn þeirra að sýna fram á að þeir séu ekki svo slæmir. Hann hefur nefnilega tekið að sér að ala upp tvö lömb.

Rottweilerhundurinn Molly er í eigu Mariu Foster sem býr í Englandi. Hún er sauðfjárbóndi og ein ærin eignaðist tvö lömb sem þurftu á sérstakri athygli að halda til þess að halda lífi. Tíkin Molly kom þá til bjargar, svaf hjá þeim og sleikti þau og svo virðist sem hún hafi tekið ástfóstri við lömbin.

Sem stendur hleypir Molly næstum engum að lömbunum sínum en leyfir fólki þó að gægjast á þau í stutta stund. Lömbin kjaga líka á eftir henni um allan bóndabæinn.

Talsmaður Hundafélagsins í Bretlandi sagði að þetta sýndi einfaldlega fram á að Rottweiler hundar væru ekki vondir að eðlisfari heldur yrðu þeir eins og eigandi þeirra óskaði sér. „Þrátt fyrir það er þetta í fyrsta sinn sem ég heyri af rottweilerhundi sem passar lömb." bætti hann þó við að lokum.

Fréttavefur BBC segir frá þessu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×