Viðskipti innlent

Fitch staðfestir lánshæfismat Glitnis

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í dag  lánshæfiseinkunnir Glitnis eftir kaup bankans á finnska félaginu FIM Group. Fitch gefur Glitni langtímaeinkunnina A, skammtímaeinkunnina F1, óháðu einkunnina B/C og stuðningseinkunnina 2. Horfur lánshæfiseinkunna Glitnis eru stöðugar, að mati Fitch.

Matsfyrirtækið segir FIM Group leiðandi fyrirtæki á sviði eignastýringar, verðbréfamiðlunar og fyrirtækjaráðgjafar í Finnlandi og eru háð samþykki fjármálaeftirlits og samkeppnisyfirvalda á Íslandi og í Finnlandi. Búist er við að kaupin gangi í gegn á vordögum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Kauphöll Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×