Erlent

Framlög til varnarmála aukin

George Bush lagði fjárlagafrumvarp sitt fyrir Bandaríkjaþing í dag en það hljóðar upp á tæplega tvö hundruð þúsund milljarða íslenskra króna. Fjórðungur þeirra upphæðar rennur til hermála en skorið verður niður á heilbrigðissviðinu.

Tvöhundruð þúsund milljarðar króna er býsna há fjárhæð en til samanburðar má nefna að landsframleiðsla Íslands er ríflega þúsund milljarðar. Fjórðungi upphæðarinnar, eða 48.000 milljörðum, er varið til hernaðar- og varnarmála, þar af fara 16.000 milljarðar í hernaðinn í Írak og Afganistan. Til að mæta þessum miklu útgjöldum ætlar ríkisstjórnin að draga saman seglin heima fyrir, meðal annars á að spara 4.500 milljarða í heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða og rúma 800 milljarða í heilbrigðisþjónustu fyrir börn og fátæka.

Bandaríkjaþing á vitaskuld eftir að fjalla um fjárlagafrumvarpið en þar eru demókratar nú í meirihluta. Fari svo að þeir samþykki það óbreytt hefur hernaðurinn í Írak og Afganistan kostað Bandaríkjamenn jafnvirði 48 milljarða króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×