Skrá yfir dæmda kynferðisbrotamenn á Íslandi 5. febrúar 2007 18:45 Svo gæti farið að skrá yfir kynferðisbrotamenn yrði að veruleika á Íslandi, samkvæmt samningi Evrópuráðsins um meðferð slíkra brotamanna. Slík skrá hefur ekki verið haldin á Íslandi fyrr. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur unnið að gerð samningsins fyrir hönd Íslands. Fulltrúar allra fjörutíu og sex ríkja Evrópuráðsins koma að gerð hans. Bragi var í viðtali í fréttaskýringaþættinum Kompási í gær og sagði samninginn heildstæðan. Hann tæki til forvarna, meðferðar á brotamönnum, réttarreglna, refsinga og samstarfs þjóða í millum. Hann sagði samningsdrögin mjög víðtæk og hugmyndina fyrst og fremst að tryggja faglega vinnslu mála sem þessara í öllum aðildarríkjum. Áætlað sé að samningurinn verði tilbúinn um mitt árið og þjóðþing Evrópuráðsríkja afgreiði hann seint á þessu ári eða í byrjun þess næsta. Bragi telur að samningurinn geti haft víðtæk áhrif á lagaumhverfið í málum sem þessum á Íslandi verði hann samþykktur. Til dæmis sé gert ráð fyrir því og það sérstaklega rætt nú að það verði skylt að halda eins konar skrá um dæmda kynferðisbrotamenn sem opinber yfirvöld haldi. Bragi segir að gert sé ráð fyrir að þau ríki sem fullgildi samninginn geti skiptst á upplýsingum um skráða brotamenn. Vitað sé að dæmdir kynferðisbrotamenn ferðist milli landa til að komast hjá tamkörkunum sem hafi verið lögfestar gegn þeim varðandi aðgengi þeirra að börnum. Þeim sé oft bannað að vinna með börnum í heimalandinu. Hugsunin sé m.a. sú að efla samvinnu þjóða í þessum efnum. Bragi vildi þó undirstrika að þetta væri ekki orðið að veruleika og vand með farið. Auk þess eigi íslensk stjórnvöld eftir að taka þessi mál til umræðu. Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Svo gæti farið að skrá yfir kynferðisbrotamenn yrði að veruleika á Íslandi, samkvæmt samningi Evrópuráðsins um meðferð slíkra brotamanna. Slík skrá hefur ekki verið haldin á Íslandi fyrr. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur unnið að gerð samningsins fyrir hönd Íslands. Fulltrúar allra fjörutíu og sex ríkja Evrópuráðsins koma að gerð hans. Bragi var í viðtali í fréttaskýringaþættinum Kompási í gær og sagði samninginn heildstæðan. Hann tæki til forvarna, meðferðar á brotamönnum, réttarreglna, refsinga og samstarfs þjóða í millum. Hann sagði samningsdrögin mjög víðtæk og hugmyndina fyrst og fremst að tryggja faglega vinnslu mála sem þessara í öllum aðildarríkjum. Áætlað sé að samningurinn verði tilbúinn um mitt árið og þjóðþing Evrópuráðsríkja afgreiði hann seint á þessu ári eða í byrjun þess næsta. Bragi telur að samningurinn geti haft víðtæk áhrif á lagaumhverfið í málum sem þessum á Íslandi verði hann samþykktur. Til dæmis sé gert ráð fyrir því og það sérstaklega rætt nú að það verði skylt að halda eins konar skrá um dæmda kynferðisbrotamenn sem opinber yfirvöld haldi. Bragi segir að gert sé ráð fyrir að þau ríki sem fullgildi samninginn geti skiptst á upplýsingum um skráða brotamenn. Vitað sé að dæmdir kynferðisbrotamenn ferðist milli landa til að komast hjá tamkörkunum sem hafi verið lögfestar gegn þeim varðandi aðgengi þeirra að börnum. Þeim sé oft bannað að vinna með börnum í heimalandinu. Hugsunin sé m.a. sú að efla samvinnu þjóða í þessum efnum. Bragi vildi þó undirstrika að þetta væri ekki orðið að veruleika og vand með farið. Auk þess eigi íslensk stjórnvöld eftir að taka þessi mál til umræðu.
Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira