Leynisamkomulag brot á lögum og jafnvel stjórnarskrá 5. febrúar 2007 18:43 Talsmenn vinstri grænna og Samfylkingarinnar segja að lög og jafnvel stjórnarskrá hafi verið brotin þegar viðaukum við varnarsamninginn var haldið leyndum fyrir Alþingi. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru sammála um að innihald viðaukanna kalli ekki á leynd, en tíðarandinn hafi verið allt annar fyrir hálfri öld en nú. Steingrímur J Sigfússon formaður Vinstri grænna rifjaði upp hvernig kom til þess árið 1951 að gerður var samningur um veru Bandaríkjahers á Íslandi, án samráðs við Alþingi og utanríkismálanefnd. Það hafi verið nógu slæmt, en nú hafi klomið í ljós að á bakvið samninginn hafi verið gerðir leynisamningar og röngum upplýsingum haldið að þjóðinni í meira en hálfa öld og Alþingi þannig haft að fífli. "Öllu alvarlegra er þó að í leyniviðaukunum er fólgið beint afsal og beinar kvaðir á íslenskt land og yfirráðasvæði og stjórnskipun og lögum er vikið til hliðar,"sagði Steingrímur. Steingrímur lagði síðan ítarlegar spurningar fyrir utanríkisráðherra um málið, en hún greindi frá því hinn 11. janúar að leynd yrði létt af þessum skjölum. Hún sagði Íslendingar hafa viljað létta þessari leynd strax við endurnýjun samningsins s.l. haust, en skrifræði í Bandaríkjunum hefði tafið fyrir. Það hefði lítið upp á sig að velta sér upp úr fortíðinni nú. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði að varnarsamningurinn frá árinu 1951 hafi líklega verið umdeildasti tvíhliða samningur sem Ísland hafi gert. "Og tveimur árum áður höfðu átt sér stað uppþot á Austurvelli, þegar Alþingi samþykkti aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu," sagði Valgerður. Þannig varpi spegilmynd samtímans ekki endilega sanngjörnu ljósi á fortíðina. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði utanríkisráðherra eiga hrós skilið fyrir framgöngu sína í málinu. "Af hverju er þá ekki stjórnarandstöðunni sem situr undir trúnaði í utanríkismálanefnd leyft að sjá það sem er undirstaðan undir varnarsamkomulaginu frá því í haust, þ.e.a.s. varnaráætlunina sem Bandaríkjamenn gerðu," spurði Össur. Geir H Haarde forsætisráðherra telur innihald viðaukana í flestu eðlilegt, en engin ástæða væri til að leyna þeim nú, en tímarnir hafi verið aðrir fyrir rúmum 50 árum. "Það er í umhverfi þessarar miklu spennu sem Íslendingar stíga það gæfuspor að gera tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin 1951," sagði forsætisráðherra. Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira
Talsmenn vinstri grænna og Samfylkingarinnar segja að lög og jafnvel stjórnarskrá hafi verið brotin þegar viðaukum við varnarsamninginn var haldið leyndum fyrir Alþingi. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru sammála um að innihald viðaukanna kalli ekki á leynd, en tíðarandinn hafi verið allt annar fyrir hálfri öld en nú. Steingrímur J Sigfússon formaður Vinstri grænna rifjaði upp hvernig kom til þess árið 1951 að gerður var samningur um veru Bandaríkjahers á Íslandi, án samráðs við Alþingi og utanríkismálanefnd. Það hafi verið nógu slæmt, en nú hafi klomið í ljós að á bakvið samninginn hafi verið gerðir leynisamningar og röngum upplýsingum haldið að þjóðinni í meira en hálfa öld og Alþingi þannig haft að fífli. "Öllu alvarlegra er þó að í leyniviðaukunum er fólgið beint afsal og beinar kvaðir á íslenskt land og yfirráðasvæði og stjórnskipun og lögum er vikið til hliðar,"sagði Steingrímur. Steingrímur lagði síðan ítarlegar spurningar fyrir utanríkisráðherra um málið, en hún greindi frá því hinn 11. janúar að leynd yrði létt af þessum skjölum. Hún sagði Íslendingar hafa viljað létta þessari leynd strax við endurnýjun samningsins s.l. haust, en skrifræði í Bandaríkjunum hefði tafið fyrir. Það hefði lítið upp á sig að velta sér upp úr fortíðinni nú. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði að varnarsamningurinn frá árinu 1951 hafi líklega verið umdeildasti tvíhliða samningur sem Ísland hafi gert. "Og tveimur árum áður höfðu átt sér stað uppþot á Austurvelli, þegar Alþingi samþykkti aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu," sagði Valgerður. Þannig varpi spegilmynd samtímans ekki endilega sanngjörnu ljósi á fortíðina. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði utanríkisráðherra eiga hrós skilið fyrir framgöngu sína í málinu. "Af hverju er þá ekki stjórnarandstöðunni sem situr undir trúnaði í utanríkismálanefnd leyft að sjá það sem er undirstaðan undir varnarsamkomulaginu frá því í haust, þ.e.a.s. varnaráætlunina sem Bandaríkjamenn gerðu," spurði Össur. Geir H Haarde forsætisráðherra telur innihald viðaukana í flestu eðlilegt, en engin ástæða væri til að leyna þeim nú, en tímarnir hafi verið aðrir fyrir rúmum 50 árum. "Það er í umhverfi þessarar miklu spennu sem Íslendingar stíga það gæfuspor að gera tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin 1951," sagði forsætisráðherra.
Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira