Innlent

Kristinn efast um að tekjuskattur skili sér

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. MYND/Vísir
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir í dag á vefsíðu sinni að hann efist um að reiknaðar skattgreiðslur fjármálafyrirtækja hér á landi skili sér til ríkissjóðs.

Kristinn nefnir þrjú dæmi til stuðnings máli sínu. Fyrst talar hann um FL Group og samkvæmt ársreikningum þeirra segir Kristinn að tekjuskattur til ríkissjóðs hefði átt að nema 7.547 milljónum króna. „...en þegar að er gáð í ársreikningunum kemur í ljós að ríkið fær ekkert, öllum skattinum er frestað. Fyrirtæki geta nefnilega frestað skattgreiðslum með nýjum fjárfestingum."

Annað dæmið er frá Straumi Burðaráss sem hann segir hafa frestað skattgreiðslum sínum, um tíu milljörðum króna, með því að fjárfesta í dótturfyrirtæki sínu.

Þriðja og síðasta dæmið sem Kristinn nefnir til sögunnar er Eyri hf. fjárfestingarfélag. Það segir hann hafa frestað 330 milljón króna skattgreiðslu.

Þetta segir hann vera dæmi um að eigendur félaganna leiti frekar leiða til þess að komast hjá því að taka þátt í sameiginlegum kostnaði þjóðarinnar.

Hægt er að sjá færslu Kristins í heild sinni hér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×