Erlent

Egypsk stúlka lést úr fuglaflensu

Egypskir fiskimenn að veiða á ánni Níl.
Egypskir fiskimenn að veiða á ánni Níl. MYND/AP

17 ára egypsk stúlka lést í dag af völdum fuglaflensu, eða H5N1 vírusins. Hún er tólfti Egyptinn sem lætur lífið af völdum hennar. Þetta kom fram í fréttum frá ríkisfréttastöð Egyptalands í dag.

Stúlkan hét Nouri Nadi og bjó í Fayyoum héraði suður af höfuðborg landsins. Embættismaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Egyptalandi staðfesti rétt í þessu að stúlkan hefði látist úr fuglaflensu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×