Erlent

Hraðstefnumót þeirra ríku og fallegu

MYND/Vísir

Sumir segja að án peninga geti rómantíkin aldrei blómstrað. Það orðatiltæki varð til þess að ný tegund af svokölluðum hraðstefnumótum varð til. Á þeim eru aðeins ríkir karlmenn og aðeins fallegar konur. Þau hittast síðan öll og finna, ef allt gengur að óskum, ástina.

Hraðstefnumótið mun fara fram 7. febrúar í New York í Bandaríkjunum. Konurnar sem taka þátt þurftu að borga 50 dollara þátttökugjald og senda inn fimm andlitsmyndir. Karlmennirnir sem taka þátt þurftu að borga 500 dollara og leggja fram bankayfirlit. Sambandssérfræðingur sér síðan um lokaval á þeim konum sem komast á hraðstefnumótið. Endurskoðandi var fenginn til þess að sannreyna að allir karlmennirnir væru í raun milljónamæringar.

Aðspurður sagði Jeremy Abelson, einn af eigendum fyrirtækisins sem heldur hraðstefnumótið, „Hversu mikil þörf er á þessu? Ég held að það sé engin þörf á þessu. Heimur þessa fólks snýst ekki um nauðsynjar heldur um óhóf."

Milljónamæringurinn Ryan Alovis viðurkennir fúslega að hann vilji bara hitta flottar stelpur. „Meira af flottum stelpum. Mér finnst gaman að skemmta mér í góðra vina hópi og ef þetta hjálpar mér að skemmta mér þá er það fínt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×