Erlent

Íranar segja frá framförum 11. febrúar

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans. MYND/AP
FARS, fréttastofa íranska ríkisins, sagði frá því á laugardaginn var, að 11. febrúar yrði sagt frá stórkostlegum framförum í kjarnorkuáætlun landsins. 11. febrúar er lokadagur hátíðahalda sem minnast uppreisnarinnar í Íran árið 1979.

Með yfirlýsingu Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans, fylgdu fleiri. Ein þeirra fullyrti að Íran hefði þegar uppgötvað lækningu við alnæmi. Heilbrigðisráðherra Írans fullyrti að lyfið, sem er blanda af jurtalyfjum, væri 100% öruggt og án allra aukaverkana.

„Heimurinn ætti að vita að hin hæfa íranska þjóð, sem treystir á æsku sína og vísindamenn, hefur nú sigrast á tindum vitneskju og vísinda." sagði Ahmadinejad að lokum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×