Erlent

Öldungadeildin styður Bush

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna.
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna. MYND/AP

Öldungadeild bandaríska þingsins hafnaði í kvöld tillögu sem hefði lýst yfir óánægju þingsins með aukningu hermanna í Írak. Frumvarpið var ekki bindandi fyrir George W. Bush, forseta Bandaríkjanna. Það var hugsað sem opinber yfirlýsing um andstöðu við áætlanir Bush.

Alls þurfti 60 atkvæði til þess að hefja um það viðræður en atkvæði með því voru 49. 47 greiddu atkvæði á móti tillögunni. Þetta er talið áfall fyrir andstæðinga stríðsins í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×