Erlent

Nowak kærð fyrir morðtilraun

Oefelein (t.v.) og Nowak (t.h.) sjást hér saman á mynd við æfingar.
Oefelein (t.v.) og Nowak (t.h.) sjást hér saman á mynd við æfingar. MYND/AP

Lögreglan í Orlando í Flórída hefur ákært geimfara vegna tilraunar til morðs. Geimfarinn, Lisa Nowak, reyndi að ræna konu sem hún hélt að væri samkeppnisaðili um ástir annars geimfara, William A. Oefelein. Nowak var handtekin fyrir líkamsárás í gær og átti að sleppa henni gegn tryggingu í dag.

Með því að leggja fram ákæruna kom lögregla í veg fyrir að Nowak yrði sleppt úr fangelsi. Nowak nálgaðist konuna á bílastæði rétt eftir miðnætti á sunnudaginn síðastliðinn en konan náði að komast inn í bíl sinn og forða sér. Lögreglan ákvað að leggja fram morðákæruna eftir að hafa komist að því hversu vel Nowak hafði skipulagt glæpinn. Nowak segist aðeins hafa ætlað að hræða konuna til þess að tala við sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×