Vistheimili ríkisins verða rannsökuð vegna Breiðuvíkur 6. febrúar 2007 18:45 Félagsmálaráðherra ætlar að láta rannsaka málefni vistheimilisins í Breiðuvík og fleiri stofnana og hagi þeirra sem þar voru vistaðir. Til greina kemur að greiða vistmönnum bætur vegna hrottalegrar meðferðar á heimilinu. Formaður Samfylkingarinnar setti sig í samband við félagsmálaráðherra eftir að hafa horft á Kastljósið í gærkvöldi, þar sem karlmenn greindu frá hrottafenginni meðferð á sér þegar þeir voru börn á vistheimilinu á Breiðuvík á Vestfjörðum. En DV vakti athygli á málinu um þar síðustu helgi. Málið var svo rætt á Alþingi í dag. "Þarna voru ung börn send fyrir atbeina opinberra aðila í útlegð ef svo má segja og ofurseld andrúmslofti ofbeldis og níðingsverka," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Samfélagið ætti þessu fólki skuld að gjalda og hún óskaði eftir því að félagsmálaráðherra beitti sér fyrir úttekt á þessum málum. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagði ríkisstjórnina hafa rætt málið í morgun og menn verið sammála um að mikilvægt væri að rannsaka þau. "Ég legg áherslu á að stjórnvöld taki fulla ábyrgð og rannsaki málið til hlýtar og að því er nú þegar unnið innan stjórnarráðsins," sagði félagsmálaráðherra. "Ég vil fullyrða að það verður unnið hratt og örugglega að því að þetta mál verði sett í vandaðan farveg. Nauðsynlegt er að upplýsa málið vegna þeirra sem kunna að hafa sætt ómannúðlegri meðferð á stofnunum ríkisins og jafnframt vegna þeirra sem störfuðu í þágu ríkisins en hafa ekkert til sakar unnið, sagði ráðherra. Guðrún Ögmundsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði afar brýnt að skoðað yrði hvernig bæði Norðmenn og Svíjar hefðu gert þetta. Það væri búið að dæma mjög stórum hópi fólks um fimmtugt bætur vegna svipaðra mála. Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslynda flokksins og Steingrímur J Sigfússon formaður Vinstri grænna tóku í sama streng og Steingrímur spurði líka um núverandi kröfur og eftirlit í þessum efnum. En það er ekki bara í félagsmálaráðuneytinu sem menn verða að skoða mál vistmanna á Breiðuvík og öðrum vistheimilum, því heimilin heyrðu lengst af undir menntamálaráðuneytið. Þau börn sem dvöldu á Breiðuvík voru ekki eingöngu rænd sálarheill og lífi sínu heldur voru þau svikin um alla menntun. "Í dag þegar verið er að ræna börn mentun þá segjum við að það sé verið að ræna börnin lífinu, það er bara þannig. Menntun í dag er tækifæri unga fólksins," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, sem ætlar að láta kanna þau gögn sem til eru um þessi mál í ráðuneyti menntamála. Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira
Félagsmálaráðherra ætlar að láta rannsaka málefni vistheimilisins í Breiðuvík og fleiri stofnana og hagi þeirra sem þar voru vistaðir. Til greina kemur að greiða vistmönnum bætur vegna hrottalegrar meðferðar á heimilinu. Formaður Samfylkingarinnar setti sig í samband við félagsmálaráðherra eftir að hafa horft á Kastljósið í gærkvöldi, þar sem karlmenn greindu frá hrottafenginni meðferð á sér þegar þeir voru börn á vistheimilinu á Breiðuvík á Vestfjörðum. En DV vakti athygli á málinu um þar síðustu helgi. Málið var svo rætt á Alþingi í dag. "Þarna voru ung börn send fyrir atbeina opinberra aðila í útlegð ef svo má segja og ofurseld andrúmslofti ofbeldis og níðingsverka," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Samfélagið ætti þessu fólki skuld að gjalda og hún óskaði eftir því að félagsmálaráðherra beitti sér fyrir úttekt á þessum málum. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagði ríkisstjórnina hafa rætt málið í morgun og menn verið sammála um að mikilvægt væri að rannsaka þau. "Ég legg áherslu á að stjórnvöld taki fulla ábyrgð og rannsaki málið til hlýtar og að því er nú þegar unnið innan stjórnarráðsins," sagði félagsmálaráðherra. "Ég vil fullyrða að það verður unnið hratt og örugglega að því að þetta mál verði sett í vandaðan farveg. Nauðsynlegt er að upplýsa málið vegna þeirra sem kunna að hafa sætt ómannúðlegri meðferð á stofnunum ríkisins og jafnframt vegna þeirra sem störfuðu í þágu ríkisins en hafa ekkert til sakar unnið, sagði ráðherra. Guðrún Ögmundsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði afar brýnt að skoðað yrði hvernig bæði Norðmenn og Svíjar hefðu gert þetta. Það væri búið að dæma mjög stórum hópi fólks um fimmtugt bætur vegna svipaðra mála. Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslynda flokksins og Steingrímur J Sigfússon formaður Vinstri grænna tóku í sama streng og Steingrímur spurði líka um núverandi kröfur og eftirlit í þessum efnum. En það er ekki bara í félagsmálaráðuneytinu sem menn verða að skoða mál vistmanna á Breiðuvík og öðrum vistheimilum, því heimilin heyrðu lengst af undir menntamálaráðuneytið. Þau börn sem dvöldu á Breiðuvík voru ekki eingöngu rænd sálarheill og lífi sínu heldur voru þau svikin um alla menntun. "Í dag þegar verið er að ræna börn mentun þá segjum við að það sé verið að ræna börnin lífinu, það er bara þannig. Menntun í dag er tækifæri unga fólksins," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, sem ætlar að láta kanna þau gögn sem til eru um þessi mál í ráðuneyti menntamála.
Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Sjá meira