Vistheimili ríkisins verða rannsökuð vegna Breiðuvíkur 6. febrúar 2007 18:45 Félagsmálaráðherra ætlar að láta rannsaka málefni vistheimilisins í Breiðuvík og fleiri stofnana og hagi þeirra sem þar voru vistaðir. Til greina kemur að greiða vistmönnum bætur vegna hrottalegrar meðferðar á heimilinu. Formaður Samfylkingarinnar setti sig í samband við félagsmálaráðherra eftir að hafa horft á Kastljósið í gærkvöldi, þar sem karlmenn greindu frá hrottafenginni meðferð á sér þegar þeir voru börn á vistheimilinu á Breiðuvík á Vestfjörðum. En DV vakti athygli á málinu um þar síðustu helgi. Málið var svo rætt á Alþingi í dag. "Þarna voru ung börn send fyrir atbeina opinberra aðila í útlegð ef svo má segja og ofurseld andrúmslofti ofbeldis og níðingsverka," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Samfélagið ætti þessu fólki skuld að gjalda og hún óskaði eftir því að félagsmálaráðherra beitti sér fyrir úttekt á þessum málum. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagði ríkisstjórnina hafa rætt málið í morgun og menn verið sammála um að mikilvægt væri að rannsaka þau. "Ég legg áherslu á að stjórnvöld taki fulla ábyrgð og rannsaki málið til hlýtar og að því er nú þegar unnið innan stjórnarráðsins," sagði félagsmálaráðherra. "Ég vil fullyrða að það verður unnið hratt og örugglega að því að þetta mál verði sett í vandaðan farveg. Nauðsynlegt er að upplýsa málið vegna þeirra sem kunna að hafa sætt ómannúðlegri meðferð á stofnunum ríkisins og jafnframt vegna þeirra sem störfuðu í þágu ríkisins en hafa ekkert til sakar unnið, sagði ráðherra. Guðrún Ögmundsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði afar brýnt að skoðað yrði hvernig bæði Norðmenn og Svíjar hefðu gert þetta. Það væri búið að dæma mjög stórum hópi fólks um fimmtugt bætur vegna svipaðra mála. Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslynda flokksins og Steingrímur J Sigfússon formaður Vinstri grænna tóku í sama streng og Steingrímur spurði líka um núverandi kröfur og eftirlit í þessum efnum. En það er ekki bara í félagsmálaráðuneytinu sem menn verða að skoða mál vistmanna á Breiðuvík og öðrum vistheimilum, því heimilin heyrðu lengst af undir menntamálaráðuneytið. Þau börn sem dvöldu á Breiðuvík voru ekki eingöngu rænd sálarheill og lífi sínu heldur voru þau svikin um alla menntun. "Í dag þegar verið er að ræna börn mentun þá segjum við að það sé verið að ræna börnin lífinu, það er bara þannig. Menntun í dag er tækifæri unga fólksins," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, sem ætlar að láta kanna þau gögn sem til eru um þessi mál í ráðuneyti menntamála. Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Félagsmálaráðherra ætlar að láta rannsaka málefni vistheimilisins í Breiðuvík og fleiri stofnana og hagi þeirra sem þar voru vistaðir. Til greina kemur að greiða vistmönnum bætur vegna hrottalegrar meðferðar á heimilinu. Formaður Samfylkingarinnar setti sig í samband við félagsmálaráðherra eftir að hafa horft á Kastljósið í gærkvöldi, þar sem karlmenn greindu frá hrottafenginni meðferð á sér þegar þeir voru börn á vistheimilinu á Breiðuvík á Vestfjörðum. En DV vakti athygli á málinu um þar síðustu helgi. Málið var svo rætt á Alþingi í dag. "Þarna voru ung börn send fyrir atbeina opinberra aðila í útlegð ef svo má segja og ofurseld andrúmslofti ofbeldis og níðingsverka," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Samfélagið ætti þessu fólki skuld að gjalda og hún óskaði eftir því að félagsmálaráðherra beitti sér fyrir úttekt á þessum málum. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagði ríkisstjórnina hafa rætt málið í morgun og menn verið sammála um að mikilvægt væri að rannsaka þau. "Ég legg áherslu á að stjórnvöld taki fulla ábyrgð og rannsaki málið til hlýtar og að því er nú þegar unnið innan stjórnarráðsins," sagði félagsmálaráðherra. "Ég vil fullyrða að það verður unnið hratt og örugglega að því að þetta mál verði sett í vandaðan farveg. Nauðsynlegt er að upplýsa málið vegna þeirra sem kunna að hafa sætt ómannúðlegri meðferð á stofnunum ríkisins og jafnframt vegna þeirra sem störfuðu í þágu ríkisins en hafa ekkert til sakar unnið, sagði ráðherra. Guðrún Ögmundsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði afar brýnt að skoðað yrði hvernig bæði Norðmenn og Svíjar hefðu gert þetta. Það væri búið að dæma mjög stórum hópi fólks um fimmtugt bætur vegna svipaðra mála. Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslynda flokksins og Steingrímur J Sigfússon formaður Vinstri grænna tóku í sama streng og Steingrímur spurði líka um núverandi kröfur og eftirlit í þessum efnum. En það er ekki bara í félagsmálaráðuneytinu sem menn verða að skoða mál vistmanna á Breiðuvík og öðrum vistheimilum, því heimilin heyrðu lengst af undir menntamálaráðuneytið. Þau börn sem dvöldu á Breiðuvík voru ekki eingöngu rænd sálarheill og lífi sínu heldur voru þau svikin um alla menntun. "Í dag þegar verið er að ræna börn mentun þá segjum við að það sé verið að ræna börnin lífinu, það er bara þannig. Menntun í dag er tækifæri unga fólksins," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, sem ætlar að láta kanna þau gögn sem til eru um þessi mál í ráðuneyti menntamála.
Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira