Erlent

Mikil flóð í Búrúndí

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að 2 milljónir manna í Búrúndí væru í hættu á því að svelta vegna mikilla flóða þar undanfarnar vikur. Talið er að fólkið þurfi aðstoð fram í júní til þess að koma í veg fyrir matarskort. Hjálparsamtök hafa beðið um samtals 132 milljónir dollara til þess að geta sinnt starfi sínu í Búrúndí.

Landið er fyrir ofan Rúanda og liggur að Kongó. Hjálparstofnanir benda á að þeir fyrstu sem verða fyrir barðinu á matarskorti séu börnin. Einnig er óttast að sjúkdómar eigi eftir að breiðast út þar sem vatnsból hafa mengast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×