Erlent

Royal sögð köld og sjálfselsk

Segolene Royal.
Segolene Royal. MYND/AP

Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum í Frakklandi, fær ekki góða einkunn í bók sem fyrrverandi aðstoðarkona hennar hefur skrifað. Evelyne Pathouot vann fyrir Royal 1997-1997 og hefur átt í málaferlum við hana út af vangoldnum launum. Hún vinnur nú hjá einum þingmanna franska hægri flokksins UMP.

Í bókinni segir Pathouot að Royal sé köld og sjálfselsk og hún sé langt frá því að vera sú brosandi og víðsýna kona sem hún gefi sig út fyrir að vera á opinberum vettvangi. Segolene Royal hefur átt á brattann að sækja undanfarið, þar sem hún hefur verið gagnrýnd fyrir margskonar afglöp og óheppileg ummæli.

Hún sakar fjölmiðla og stórfyrirtæki um að reyna að koma í veg fyrir að hún verði fyrsta konan sem verður forseti Frakklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×