Innlent

Sex milljónir í skaðabætur vegna vinnuslyss

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag verktakafyrirtækið Heimi og Þorgeir hf. og Vörð Íslandstryggingu hf. til að greiða fyrrum starfsmanni Heimis og Þorgeirs tæpar sex milljónir króna í skaðabætur vegna vinnuslyss. Fyrirtækjunum var einnig gert að greiða vexti frá slysadegi 30. ágúst 2004.

Maðurinn vann sem vörubílsstjóri hjá verktakafyrirtækinu. Slysið átti sér stað þegar verið var að rífa upp malbik við Skeiðarvog í Reykjavík. Malbiksstykki brotnaði af gröfu og kastaðist á öxl stefnanda og utan í höfuð hans. Á slysadeild reyndist maðurinn vera með brot á hryggtindum, mar á höfði og tognun á hálsi, brjóst- og lendarhrygg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×