3 milljónir króna í miskabætur raunhæfar 7. febrúar 2007 19:11 Saga drengjanna í Breiðavík sýnir hvernig samfélagið getur framleitt afbrotamenn, segir Guðrún Ögmundsdóttir. Hún segir ekki óraunhæft að borga fórnarlömbum ofbeldis í Breiðavík þrjár milljónir í miskabætur fyrir þjáningar sínar. Talið er að um 100 börn hafi búið við skelfilegar aðstæður í Breiðavík á sjötta og sjöunda áratugnum. Guðrún Ögmundsdóttir þingmaður Samfylkingar mætti í hádegisviðtalið í dag og er slegin eins og flestir af frásögnum manna sem dvöldu þar sem drengir. Fyrsta skrefið, segir Guðrún, er þó að rannsaka málið. "Það þarf náttúrlega að skoða gömul gögn, ræða við alla þessa einstaklinga og gera opinbera skýrslu um málið." Sömuleiðis þarf að skoða hvað nágrannaþjóðir okkar hafa gert í viðlíka málum. Guðrún segir um þrjú ár síðan Norðmenn fóru að rannsaka ofbeldismál á vistheimilum barna í Noregi. Í kjölfarið samþykkti norska Stórþingið að greiða fórnarlömbum ofbeldis á slíkum heimilum þrjár milljónir króna í miskabætur. Það er ekki óraunhæf tala, segir Guðrún. Bætur hrökkvi þó ekki til, mennirnir þurfi aðstoð við að vinna úr sinni erfiðu reynslu. Hún telur hið opinbera þurfa að axla ábyrgð á því að senda börn í vist á þennan stað og finna sátt í málinu svo mennirnir fái uppreisn æru. "Mér finnst þetta líka segja okkur það hvernig samfélag getur búið til afbrotamenn. Við verðum að taka alvarlega okkar minnstu bræður. Við getum ekki sagt að allt sé leyfilegt gagnvart þeim af því að þeir séu ýmist dópistar eða eitthvað annað." Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Fleiri fréttir Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira
Saga drengjanna í Breiðavík sýnir hvernig samfélagið getur framleitt afbrotamenn, segir Guðrún Ögmundsdóttir. Hún segir ekki óraunhæft að borga fórnarlömbum ofbeldis í Breiðavík þrjár milljónir í miskabætur fyrir þjáningar sínar. Talið er að um 100 börn hafi búið við skelfilegar aðstæður í Breiðavík á sjötta og sjöunda áratugnum. Guðrún Ögmundsdóttir þingmaður Samfylkingar mætti í hádegisviðtalið í dag og er slegin eins og flestir af frásögnum manna sem dvöldu þar sem drengir. Fyrsta skrefið, segir Guðrún, er þó að rannsaka málið. "Það þarf náttúrlega að skoða gömul gögn, ræða við alla þessa einstaklinga og gera opinbera skýrslu um málið." Sömuleiðis þarf að skoða hvað nágrannaþjóðir okkar hafa gert í viðlíka málum. Guðrún segir um þrjú ár síðan Norðmenn fóru að rannsaka ofbeldismál á vistheimilum barna í Noregi. Í kjölfarið samþykkti norska Stórþingið að greiða fórnarlömbum ofbeldis á slíkum heimilum þrjár milljónir króna í miskabætur. Það er ekki óraunhæf tala, segir Guðrún. Bætur hrökkvi þó ekki til, mennirnir þurfi aðstoð við að vinna úr sinni erfiðu reynslu. Hún telur hið opinbera þurfa að axla ábyrgð á því að senda börn í vist á þennan stað og finna sátt í málinu svo mennirnir fái uppreisn æru. "Mér finnst þetta líka segja okkur það hvernig samfélag getur búið til afbrotamenn. Við verðum að taka alvarlega okkar minnstu bræður. Við getum ekki sagt að allt sé leyfilegt gagnvart þeim af því að þeir séu ýmist dópistar eða eitthvað annað."
Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Fleiri fréttir Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira