Innlent

Erilsamt hjá lögreglunni í gær

Lögreglan á höfuðbrogarsvæðinu setti upp myndavél við Dalasmára í Kópavogi í gær. Brot fimmtán ökumanna voru mynduð. Meðalhraði hinna brotlegu var tæpir 46 km/klst. Þarna er 30 km hámarkshraði en sá hraðast ók var mældur á tvöföldum hámarkshraða. Eftirlit lögreglunnar í Dalasmára kom í kjölfar ábendinga frá íbúunum sem kvörtuðu undan hraðakstri á þessum stað. Annars staðar á höfuðborgarsvæðinu tók lögreglan tuttugu og fimm ökumenn fyrir hraðakstur.

Þrjátíu og átta umferðaróhöpp voru tilkynnt á síðasta sólarhring. Flest voru minniháttar en í fáeinum tilvikum var um að ræða flutning á slysadeild. Þrír voru teknir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir að aka sviptur ökuleyfi. Þá stöðvaði lögreglan fjölmarga ökumenn sem ýmist notuðu ekki bílbelti eða töluðu í síma án þess að notast við handfrjálsan búnað. Einnig voru nokkrir ökumenn teknir fyrir að aka gegn rauðu ljósi og enn aðrir sem virtu ekki stöðvunarskyldu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×