Viðskipti innlent

Seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. Mynd/Heiða

Seðlabanki Íslands ákvað í dag að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 14,25 prósentum. Þetta er í takt við spár innlendra sem erlendra greinenda sem spáðu óbreyttum vöxtum.

Greinendur sögðu í vikunni að gengi spáin eftir mætti túlka ákvörðunina sem svo að stjórn Seðlabanka Íslands teldi að núverandi vaxtastig muni duga til að ná markmiði bankans upp á 2,5 prósenta verðbólgu innan tveggja ára.

Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er fimmtudaginn 29. mars næstkomandi.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×