Innlent

Aðgerðaráætlun vegna Reykjaneshallar

Reykjanesbær hefur unnið að því að skoða leiðir til úrbóta í Reykjaneshöll.
Reykjanesbær hefur unnið að því að skoða leiðir til úrbóta í Reykjaneshöll.

Reykjanesbær hefur unnið að því að skoða mögulegar leiðir til úrbóta í varðandi svifryksmengun í Reykjaneshöll. Í fréttatilkynningu frá bænum segir að Menningar-, íþrótta- og tómstundaskrifstofa bæjarins hafi skilað inn skýrslu og aðgerðaráætlun til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

Fram hefur komið að svifryk í Reykjaneshöll er umtalsvert og yfir heilsuverndarmörkum á svifryki utandyra. Ekki eru til viðmiðunarmörk fyrir inniloft á Íslandi.

Reykjaneshöll var sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Ekki hefur komið upp sambærileg staða í öðrum fjölnota íþróttahúsum á landinu.

Í aðgerðaráætlun MÍT er gert ráð fyrir að gervigrasið verði hreinsað með nýjum tækjabúnaði, einhvers konar ryksugu, sem á að hreinsa rykið úr grasinu. Samhliða því verður gerð tilraun með nýtt efni sem talið er að geti rykbundið sandinn og dregið úr svifryki. Þá verður viðvörun með upplýsingum komið fyrir á áberandi stað til iðkenda og gesta í Reykjaneshöll.

Góðar líkur á að þær úrbætur sem á undan eru taldar muni skila tilætluðum árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×