Exista kaupir í Sampo í Finnlandi 8. febrúar 2007 10:24 Fjármálafyrirtækið Exista hefur keypt rúmlega 15 prósent hlut í finnska tryggingafélaginu Sampo Oyj. Áætlað meðalverð hlutanna í viðskiptunum nam 20,5 evrum á hlut en samkvæmt lokagengi hlutabréfa í Sampo í gær er markaðsvirði hlutanna um 1,9 milljarðar evra, eða um 170 milljarðar króna. Stjórn Exista hefur skuldbundið sig til að gefa út nýtt hlutafé í Exista í tengslum við kaupin. Gengi Exista hefur hækkað um 7,45 prósent í Kauphöll Íslands eftir að tilkynnt var um viðskiptin í dag. Fyrir kaupin, sem tilkynnt voru til finnsku kauphallarinnar í morgun, réð Exista yfir 25.267.053 A-hlutum í Sampo í gegnum innlend dótturfélög sín, Exista fjárfestingar ehf. og Vátryggingafélag Íslands hf. Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands hefur Exista tryggt fjármögnun kaupanna með lánssamningum, útgáfu nýrra hluta, eigin bréfum og reiðufé. Í tengslum við kaupin og með hliðsjón af fyrirvörum samningsins, hefur stjórn Exista skuldbundið sig til að nýta að hluta heimild í samþykktum félagsins til að gefa út 526.652.209 nýja hluti í Exista, sem notaðir verða til greiðslu í viðskiptunum. Eftir að greiðsla hefur farið fram með nýja hluti og eigin bréfa Exista mun Tchenguiz Family Trust verða endanlegur eigandi 559.404.098 hluta í Exista, með lágmarks eignartíma í 12 mánuði. Frekari greiðslur ráðast af væntanlegum arði sem tekin verður ákvörðun um á aðalfundi í mars. Þá hefur Exista gengið frá langtíma lánssamningi við leiðandi banka á heimsvísu vegna kaupanna. Exista býr yfir fjárhagslegum styrk til þess að ráðast í þessi kaup og er gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall samstæðunnar fari ekki undir 40% eftir kaupin. Viðskiptin eru m.a. háð samþykkis fjármálaeftirlitsstofnana í viðkomandi löndum. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, segir í tilkynningu frá félaginu að fjárfestingin sé kjölfestueign til langs tíma og endurspegli hún trú Existu á Sampo sem forystuafls á norrænum markaði. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Fjármálafyrirtækið Exista hefur keypt rúmlega 15 prósent hlut í finnska tryggingafélaginu Sampo Oyj. Áætlað meðalverð hlutanna í viðskiptunum nam 20,5 evrum á hlut en samkvæmt lokagengi hlutabréfa í Sampo í gær er markaðsvirði hlutanna um 1,9 milljarðar evra, eða um 170 milljarðar króna. Stjórn Exista hefur skuldbundið sig til að gefa út nýtt hlutafé í Exista í tengslum við kaupin. Gengi Exista hefur hækkað um 7,45 prósent í Kauphöll Íslands eftir að tilkynnt var um viðskiptin í dag. Fyrir kaupin, sem tilkynnt voru til finnsku kauphallarinnar í morgun, réð Exista yfir 25.267.053 A-hlutum í Sampo í gegnum innlend dótturfélög sín, Exista fjárfestingar ehf. og Vátryggingafélag Íslands hf. Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands hefur Exista tryggt fjármögnun kaupanna með lánssamningum, útgáfu nýrra hluta, eigin bréfum og reiðufé. Í tengslum við kaupin og með hliðsjón af fyrirvörum samningsins, hefur stjórn Exista skuldbundið sig til að nýta að hluta heimild í samþykktum félagsins til að gefa út 526.652.209 nýja hluti í Exista, sem notaðir verða til greiðslu í viðskiptunum. Eftir að greiðsla hefur farið fram með nýja hluti og eigin bréfa Exista mun Tchenguiz Family Trust verða endanlegur eigandi 559.404.098 hluta í Exista, með lágmarks eignartíma í 12 mánuði. Frekari greiðslur ráðast af væntanlegum arði sem tekin verður ákvörðun um á aðalfundi í mars. Þá hefur Exista gengið frá langtíma lánssamningi við leiðandi banka á heimsvísu vegna kaupanna. Exista býr yfir fjárhagslegum styrk til þess að ráðast í þessi kaup og er gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall samstæðunnar fari ekki undir 40% eftir kaupin. Viðskiptin eru m.a. háð samþykkis fjármálaeftirlitsstofnana í viðkomandi löndum. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, segir í tilkynningu frá félaginu að fjárfestingin sé kjölfestueign til langs tíma og endurspegli hún trú Existu á Sampo sem forystuafls á norrænum markaði.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira