Erlent

Ólga á ný í Kosovo

Serbar drógu hersveitir sínar frá Kosovo eftir margra vikna loftárásir NATO.
Serbar drógu hersveitir sínar frá Kosovo eftir margra vikna loftárásir NATO.

Bæði Serbar og Albanar eru ósáttir við tillögur Sameinuðu þjóðanna um framtíð Kosovo-héraðs, og báðir munu efna til mótmæla um helgina. Serbar eru ósáttir við að í tillögunum er gert ráð fyrir að Kosovo verði skilið frá Serbíu og fái aðild að alþjóðastofnunum. Albanar eru ósáttir við að í tillögunum er ekki að finna orðið "sjálfstæði."

Kosovo er bláfátækt hérað í Serbíu. Serbar líta á það sem vöggu þjóðar sinnar og menningar. Níutíu prósent íbúanna eru hinsvegar múslimar af albönskum uppruna sem hata Serba eins og pestina.

Sameinuðu þjóðirnar hafa stjórnað Kosovo síðan Slobodan Milosevic neyddist til að draga serbneskar hersveitir þaðan árið 1999, eftir margra vikna loftárásir NATO á Serbíu. Talið er að Serbar hafi drepið tíuþúsund Albani á árunum 1998-1999.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×