Viðskipti erlent

Vöruskipti aldrei betri í Þýskalandi

Vöruútflutningur frá Þýskalandi nam 893,6 milljörðum evra, jafnvirði rúmlega 79.200 milljarða króna, í fyrra en það er 14 prósenta aukning á milli ára. Innflutningur á sama tíma nam 731,7 milljörðum evra, tæplega 64,9 milljörðum króna. Þetta jafngildir því að vöruskipti hafi verið jákvæð í Þýskalandi um 161,9 milljarða evrur. Það svarar til 14.400 milljarða íslenskra króna sem er sögulegt met í Þýskalandi.

Mestu munar um sölu á nýjum bílum undir merkjum BMW sem skilaði metafkomu á árinu í Asíu. Sala á bílum í álfunni jókst um 14 prósent á milli ára auk þess sem fyrirtækið stefnir að því að reisa verksmiðju á Indlandi sem verður sú fimmta í álfunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×