Erlent

NASA: Betra eftirlit með geðheilsu starfsmanna

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, ætlar að herða eftirlit með geðheilsu geimfara eftir að þeir hafa verið ráðnir til starfa. Þetta var ákveðið eftir að fréttir bárust af langferð geimfarans Lisu Nowak sem reyndi að ræna öðrum starfsmanni sem hún hélt að væri keppinautur um ástir þess þriðja.

Hingað til hefur Geimferðastofnunin ekki haft neitt eftirlit með geðheilsu starfsmanna eftir að þeir eru ráðnir. Hún er hins vegar könnuð gaumgæfilega áður til þess að ganga úr skugga um að hæft fólk veljist til starfsins, sér í lagi ef áætlað er að senda þá út í geiminn. Því hefur löngum verið talið að úrvals fólk veldist til starfa þar, fólk sem væri heilt geðheilsu.

Shane Dale, talsmaður NASA, sagði á fundi með fréttamönnum í gær að geimförum væri ætlað að vinna mikil þrekvirki og því væri mikilvægt að ganga úr skugga um að þeir hefðu burði til þess áður en út í geim væri komið. Nú væri ljóst að stofnunin yrði að fylgjast betur með geimförum sínum..

Lisa Nowak, geimfari hjá NASA, reyndi að ræna Collen Shipman, verkfræðingi hjá stofnuninni, það sem hún hélt að hún væri keppinautur um ástir annars geimara, Williams Oefeleins. Nowak var sleppt gegn tryggingu í gær en hún hefur verið ákærð fyrir tilraun til mannráns og morðtilraun.

Dale sagði Nowak í launalausu leyfi og að henni yrði gert að gangast undir ými sálfræðipróf í höfuðstöðvum NASA á næstunni. Nowak, sem er gift þriggja barna móðir, hefur verið bannað að hafa samband við Shipman og gert að ganga um með öklaband svo hægt verði að fylgjast með ferðum hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×