Erlent

„Beygðu STRAX í norður“

„Við erum MJÖG stórt bandarískt herskip. Beygðu STRAX.“
„Við erum MJÖG stórt bandarískt herskip. Beygðu STRAX.“

Bandaríski flotinn hefur opinberlega sagt að þessi frásögn eigi ekki við rök að styðjast, en hún er sögð vera til í skjalasafni yfirmanns bandaríska flotans, og þetta á að hafa gerst árið 1995. Um er að ræða talstöðvar-viðskipti bandarísks herskips sem var á siglingu undan strönd Kanada, skammt frá Halifax. Bandaríska herskipið kallar upp í talstöð sinni:

-Vinsamlegast breyttu stefnu þinni um 15 gráður í norður, til að komast hjá árekstri.

-Legg til að ÞÚ breytir ÞINNI stefnu 15 gráður í SUÐUR, til að komast hjá árekstri.

-Þetta er skipherrann á bandarísku herskipi. Ég endurtek, breyttu um stefnu.

-Nei, ÉG endurtek breyttu ÞINNI stefnu.

-ÞETTA ER BANDARÍSKA FLUGMÓÐURSKIPIÐ ENTERPRISE. VIÐ ERUM MJÖG STÓRT BANDARÍSKT HERSKIP. BREYTTU UM STEFNU STRAX.

-Þetta er vitinn í Halifax......þú átt leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×