Erlent

Norður-Kórea gæti brátt afvopnast

Rice á fundi  með nefndinni í dag.
Rice á fundi með nefndinni í dag. MYND/AP

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að hún vonist til þess að farið verði að vinna eftir samkomulagi sem náðist árið 2005 um að binda endi á kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Rice skýrði frá þessu sinni á fundi með utanríkisnefnd öldungadeildar bandaríska þingsins.

Sexveldin svokölluðu, sem eru Bandaríkin, Norður- og Suður-Kórea, Kína, Rússland og Japan, hafa fundað í Norður-Kóreu í dag. Auk þess hittu Bandaríkjamenn fulltrúa Norður-Kóreu eina sér í Berlín í byrjun janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×