Erlent

Dæmdur til dauða fyrir morð á fóstri

Kviðdómur í Texas ríki í Bandaríkjunum dæmdi í gær fyrrum æskulýðsprest til dauða fyrir hafa myrt táningsstúlku og ófætt barn hennar. Þetta er í fyrsta sinn í Texas sem einhver er dæmdur til dauða fyrir að myrða fóstur.

Adrian Estrada, 23 ára, var fundinn sekur á föstudaginn. Hann var jafnframt faðir hins ófædda barns. Saksóknarinn í málinu sagði það marka skil í réttarsögu Texas. Árið 2003 var lögum þar breytt svo að orðið einstaklingur nær líka yfir ófædd börn á öllum stigum meðgöngu.

Estrada játaði morðið daginn eftir að hafa myrt stúlkuna, Stephanie Sanchez. Lögregla skýrði líka frá því að eftir Estrada myrti Sanchez fór hann í ræktina og síðan í matvörubúð, rétt eins og ekkert hefði gerst. Hann sýndi engin viðbrögð þegar dómurinn var lesinn upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×