Innlent

Exista hf. hagnast um 37,4 milljarða

Högnuðust um 37,4 milljarða eftir skatta á þessu ári.
Högnuðust um 37,4 milljarða eftir skatta á þessu ári. MYND/Vísir
Exista hf. birti í dag ársuppgjör sitt fyrir árið 2006. Hagnaður fyrirtækisins eftir skatta varð 37,4 milljarðar króna. Hagnaður á síðasta fjórðungi ársins var 13,1 milljarður króna. Stjórn félagsins mun því greiða út tæpa 11 milljarða í arð, eða um eina krónu á hlut.

Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, sagðist vera sáttur við árangur ársins 2006. „Rekstur félagsins var traustur og mikilvæg skref voru tekin í útvíkkun á starfseminni og stækkun hluthafahópsins. Félög innan samstæðunnar döfnuðu vel og sýndu góðan rekstrarárangur. Á þessu ári hyggjumst við byggja enn frekar á þeim grunni sem lagður hefur verið og auka dreifingu í eignum og tekjum enn frekar."

Afkoma á fjórða ársfjórðungi

Hagnaður eftir skatta 13,1 milljarður króna .

Hagnaður á hlut 1,23.

Afkoma fyrir árið 2006

Hagnaður eftir skatta 37,4 milljarðar króna.

Hagnaður á hlut 3,77 krónur.

Arðsemi eigin fjár var 27,1% í árslok.

Hagnaður eftir skatta af fjárfestingastarfsemi 23,5 milljarðar króna.

Hagnaður eftir skatta af rekstrarstarfsemi 13,9 milljarðar króna.

Heildar eignir í árslok námu 416 milljörðum króna og jukust um 157% á árinu.

Eigið fé er 179 milljarðar króna, aukning um 87% á árinu.

Eiginfjár hlutfall 43,2% í árslok 2006.

Í árslok var fjöldi hluthafa yfir 31.000.

Nánari upplýsingar má nálgast hér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×