Erlent

Fagnað í Gaza

Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Gaza þegar ljóst var að Hamas og Fatah höfðu náð samkomulagi um þjóðstjórn í Palestínu. Þúsundir manna fóru út á götur borgarinnar og fögnuðu saman. Palestínumenn vonast til þess að samkomulagið sem var undirritað í Mekka í dag verði til þess að vestræn stjórnvöld dragi úr refsiaðgerðum gegn þarlendum stjórnvöldum.

Einnig er vonast til þess að það muni binda endi á ofbeldi og átök á milli Fatah og Hamas en fleiri en 90 manns hafa látið lífið í átökum þeirra á milli síðan í desember.

Stjórnvöld í Ísrael segja að hin nýja stjórn verði að viðurkenna tilverurétt Ísraels, samþykkja alla fyrri samninga og afneita ofbeldi og hryðjuverkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×