Erlent

Sex látnir eftir sprengingu í Ramallah

Björgunarsveitarmenn vinna hörðum höndum við að koma fólki úr rústum stöðvarinnar í dag.
Björgunarsveitarmenn vinna hörðum höndum við að koma fólki úr rústum stöðvarinnar í dag. MYND/AP

Sprenging á bensínstöð í borginni Ramallah á Vesturbakkanum svokallaða í dag varð sex manns að bana og slasaði að minnsta kosti 20. Sprengingin varð vegna þess að neistar frá tækjum iðnaðarmanna sem voru við vinnu sína á stöðinni komust í bensín.

Björgunarsveitarmenn voru við störf á svæðinu í nær allan dag. Þrír létust samstundis og þrennt fannst síðan látið í rústum stöðvarinnar. Enn er talið að einhverjir séu á lífi og fastir í rústunum og björgunarstarf heldur því áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×