Erlent

Castro farinn að borða á ný

Castro sést hér með Hugo Chavez, leiðtoga Venesúela.
Castro sést hér með Hugo Chavez, leiðtoga Venesúela. MYND/AP

Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, er byrjaður að borða á ný. Castro hefur átt í miklum heilsufarsvandræðum síðasta hálfa árið og hefur ekki verið við völd þann tíma. Læknir hans, Ali rodriguez, sagði þó í dag að heilsa hans væri að batna hratt. Hann bætti þó við að Kúbverjar vissu að Castro myndi ekki lifa að eilífu.

Læknirinn hélt áfram og sagði að meginástæðan fyrir bættri heilsu Castros væri sú að hann væri byrjaður að borða á ný. Yfirvöld á Kúbu hafa farið með heilsu hins aldna leiðtoga þeirra sem ríkisleyndarmál og því hafa miklar vangaveltur verið um hvað gæti verið að Castro. Það eina sem vitað er fyrir víst er að hann hafi átt við vandamál í meltingarfærum að stríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×