Erlent

Evrópusambandið mun opna atvinnumiðstöðvar í Afríku

Flóttamenn að reyna að komast til Kanaríeyja.
Flóttamenn að reyna að komast til Kanaríeyja. MYND/AP
Evrópusambandið ætlar sér að setja upp atvinnumiðstöð í Malí fyrir Afríkubúa sem vilja fá vinnu í Evrópu. Helst verður boðið upp á iðnaðarstörf sem krefjast ekki mikillar þekkingar eða reynslu. Frakkar og Spánverjar hafa þegar lofað að þeir muni auglýsa störf í miðstöðinni.

Framtakið er til komið vegna síaukins flóttamannastraums frá Afríku til Spánar. Talið er að 31 þúsund manns hafi komist til Kanaríeyja á síðasta ári. Sex þúsund létust á leiðinni.

Atvinnumiðstöðvarnar eiga að auðvelda eftirlit með og koma í veg fyrir þessa atburðarás. Fyrsta stöðin verður opnuð í Malí en einnig kemur til greina að opna miðstöðvar í Senegal og Máritaníu.

Andstæðingar framtaksins innan Evrópusambandsins benda á að það sé kannski fullsnemmt að gera þetta. Þeir segja að milljónir Austur-Evrópubúar væru tilbúnir að vinna þessi störf sem á að bjóða Afríkubúum og að nærra lagi væri að opna vinnumarkaðinn í Evrópu áður en öðrum vinnumönnum væri boðið inn á hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×