Erlent

Drög að samkomulagi gerð á morgun

Norður-Kóreskir hermenn á vakt í smábæ  nálægt landamærum Suður-Kóreu.
Norður-Kóreskir hermenn á vakt í smábæ nálægt landamærum Suður-Kóreu. MYND/AP
Búist er við því að Sexveldin svokölluðu fari að leggja drög að nýju samkomulagi varðandi kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu strax á morgun. Kínverskir embættismenn hafa þegar gert uppkast með þeim grunnpunktum sem Norður-Kórea hefur samþykkt.

Líklegt er að í stað þess að hætta við kjarnorkuáætlun sína muni Norður-Kórea fá aðstoð frá alþjóðastofnunum og að þeim refsiaðgerðum sem nú eru í gangi gagnvart þeim verði aflétt.

Fréttir af hungursneið í Norður-Kóreu virðast hafa breytt viðræðunum og svo sýnist sem Norður-Kórea sé frekar tilbúið til viðræðna en áður vegna hennar. Einnig er þá farið að vanta eldsneyti í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×