Innlent

Árangur íslenskra fyrirtækja í brennidepli

Ólafur Ragnar Grímsson sagði góð tengsl við Indland og Kína skapa fjölmörg viðskiptatækifæri.
Ólafur Ragnar Grímsson sagði góð tengsl við Indland og Kína skapa fjölmörg viðskiptatækifæri. MYND/Valgarður Gíslason

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson fjallaði um árangur íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi í ræðu á málþingi í Kaupmannahöfn sem ber heitið Hvorfor er islandske firmaer saa innovative - giver det anledning til forundring?

Forsetinn vakti athygli á því að önnur smærri ríki Evrópu hefðu náð góðum árangri og að 21. öldin gæti orðið smáum og meðalstórum ríkjum hagstæð. Með tilkomu alþjóðavæðingar og bylgingar í upplýsingatækni væri lítill heimamarkaður ekki lengur sú hindrun sem áður var.

Ólafur Ragnar ræddi ýmis sérkenni íslensk viðskiptalífs sem hafa auðveldað íslenskum athafnamönnum árangur í samkeppni við stærri fyrirtæki á heimsmarkaði. Forsetinn taldi líkur á áframhaldandi útrás íslenskra fyrirtækja á komandi árum og góð tengsl við Indland og Kína sköpuðu fjölmörg viðskiptatækifæri.

Skipuleggjendur málþingsins voru Dansk Industri og Dansk-íslenska verslunarráðið en aðrir frummælendur voru Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings, Hannes Smárason forstjóri FL-Group og Hörður Arnarson forstjóri Marels. Fundarstjóri var Uffe Elleman-Jensen fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×