Viðskipti erlent

Viðsnúningur hjá MasterCard

MYND/AP

Alþjóðlega kreditkortafyrirtækið MasterCard Inc. skilaði 41 milljóna bandaríkjadala hagnaði á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta jafngildir tæpum 2,8 milljörðum íslenskra króna sem er nokkuð betri afkoma en greinendur höfðu gert ráð fyrir. Þá er niðurstaðan talsvert betri en í fyrra þegar fyrirtækið tapaði 53 milljónum dala, jafnvirði tæpra 3,6 milljarða íslenskra króna.

 

Félagið var skráð á markað í maí í fyrra.

Tekjur kreditkortafyrirtækisins nam 839 milljónum dala á árinu, tæplega 57 milljörðum íslenskra króna, sem er 17,2 prósenta hækkun frá fjórða ársfjórðungi árið 2005.

 

Greinendur á markaði í Bandaríkjunum gerðu ráð fyrir 17 senta hagnaði á hlut en niðurstaðan var hins vegar sú að hagnaður nam 30 sentum á hlut.

Stjórn MasterCard hefur ákveðið að arðgreiðslur til hluthafa verði 15 sent á hlut en það jafngildir 66,7 prósenta hækkun frá síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×