Erlent

Skefjalaus skelfing

Bandarískur kaupsýslumaður er að kanna hvort hann geti farið í mál við rússneskt flugfélag sem hann segir að hafi valdið sér svo mikilli skelfingu að hann hafi þurft að leita til sálfræðings um áfallahjálp. Vélin var í innanlandsflugi í Rússlandi, og var að aka út á flugbrautina, þegar hún skyndilega stoppaði og ók aftur upp að flugstöðinni.

Þar var beðið í rúma klukkustund án þess að farþegarnir fengju nokkuð að vita um hvað var á seyði. Þá fór vélin af stað á ný og ók út að flugbrautinni. Kaupsýslumaðurinn, sem er mjög flughræddur, spurði eina flugfreyjuna hvort eitthvað væri að.

"Nei,nei," sagði flugfreyjan, "það er allt í lagi. Flugmaðurinn heyrði bara eitthvað hljóð í öðrum mótornum, sem honum leist ekki á. Og það tók dálítinn tíma að finna annan flugmann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×