Erlent

Norðmenn byggja fræhvelfingu

Norðmenn sögðu frá því í dag að þeir ætli sér að smíða geymslu fyrir öll fræ heimsins. Geymslan verður staðsett á svalbarða og á að sjá til þess að mannkynið geti lifað af ef til náttúruhörmunga kæmi.

Geymslan á að standa af sér afleiðingar gríðurhúsaáhrifanna. Hún verður staðsett innan í fjalli á svalbarða, 130 metra fyrir ofan sjávarmál. Inni í fjallinu er sífreri svo fræin munu haldast óskemmd þó svo kælikerfi gefi sig.

Fræ þriggja milljón plantna verða geymd í geymslunni sem gárungar hafa nefnt „Örk Nóa." Framkvæmdir eiga að hefjast núna í mars. Búist er við því að frægeymslan verði tilbúin til notkunar árið 2008.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×