Erlent

Branson vill bjarga heiminum

Branson og Al Gore þegar tilkynnt var um keppnina í dag.
Branson og Al Gore þegar tilkynnt var um keppnina í dag. MYND/AP
Sir Richard Branson, auðkýfingur og ævintýramaður, tilkynnti í dag að hann myndi halda keppni um það hver gæti fundið bestu leiðina til þess að minnka og binda koltvísýring í andrúmsloftinu. Verðlaunin verða í kringum tíu milljón pund, sem eru um 1,3 milljarðar íslenskra króna.

Verðlaunin fær sá uppfinningamaður sem kemur með bestu leiðina til þess að binda koltvísýring og geyma hann. Dómnefnd sem Branson skipaði mun síðan velja bestu leiðina og veita höfundi hennar verðlaunin.

Branson hefur áður haldið slíkar keppnir en hann veitti þeim sem var fyrstur til þess að fljúga oft út í geim á sömu flugvél 10 milljón pund. Hann hefur þó sætt gagnrýni umhverfisverndunarsinna því Branson ætlar sér að stofna flugfélag sem færi með ferðamenn út í geim. Þá myndi hann um leið brenna þúsundum lítra eldflaugaeldsneytis og valda talsverðri mengun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×