Erlent

Forsögulegt faðmlag

Ótrúleg sjón blasti við ítölskum fornleifafræðingum í vikunni þegar þeir opnuðu gröf nærri borginni Mantúa, sem er skammt frá Veróna, sögusviði leikritisins um Rómeó og Júlíu. Þar hvíldu karl og kona í þéttum faðmlögum en þau eru talin hafa látist fyrir að minnsta kosti fimm þúsund árum. Tennur þeirra eru heillegar og af því má draga þá ályktun að parið hafi verið ungt þegar það hvarf á vit feðra sinna. Fátt lýsir þessum turtildúfum betur en þessar ljóðlínur skáldsins: En anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×