Erlent

FL Group flytur hugsanlega frá Danmörku

Forstjóri fjárfestingafyrirtækisins FL Group segir að til greina komi að flytja starfsemi fyrirtækisins í Kaupmannahöfn frá Danmörku, verði nýjar skattatillögur dönsku ríkisstjórnarinnar að veruleika. Þetta kom fram á ráðstefnu um íslenska viðskiptalífið í Kaupmannahöfn í dag, þar sem forseti Íslands hrósaði íslensku bönkunum fyrir góðan árangur.

Forseti Íslands var meðal þeirra sem sat fyrir svörum á ráðstefnu á vegum samtaka danska iðnaðarins og dansk-íslenska verslunarráðsins hér í Kaupmannahöfn í dag. Fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur hefur sínar skýringu á framtakssemi 300.000 manna þjóðar í Norður-Atlantshafi. „Hin dæmigerði Íslendingur gegnir tveimur störfum. Við þurfum því að margfalda 300.000 með tveimur."

Fulltrúar Kaupþings, Marel og FL Group töluðu um mikla vinnusemi

Íslendinga og þann eiginleika að sjá ný tækifæri. Hannes Smárason segir

Kaupmannahöfn góða alþjóðlega viðskiptaborg, þótt honum lítist ekki vel á nýjar skattatillögur dönsku ríkisstjórnarinnar. „Viðskipti eru landamæralaus og í dag er ekkert mál að flytja starfsemi fyrirtækja sinna."

Forseti Íslands hrósaði íslenskum bönkum fyrir metafkomu á síðasta ári. „Vöxturinn milli ára er nánast ótrúlegur, sérstaklega með tilliti til þess

að árið 2006 var að mörgu leyti erfitt íslenskum bönkum, eins og menn vita hér í Danmörku, vegna umræðu í öðrum löndum um íslenska bankakerfið."

„Að vissu leyti finnst manni þetta íslenska ævintýri óraunverulegt. En ég

vil líka taka fram að ég hef kynnst sumu af þessu íslenska viðskiptafólki,

og haft tækifæri til að spjalla við það. Ég get hvorki séð vankanta á

trúverðugleika þess né heiðarleika."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×