Erlent

Eldflaug skotið á hótel í Mogadishu

MYND/AP
Eldflaug var skotið á hótel í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í dag. Enginn lést í árásinni en fjöldi manns slasaðist. Einnig voru mótmæli í borginni vegna nærveru afrískra friðargæsluliða og hótuðu mótmælendur að ráðast gegn þeim.

Fánar Bandaríkjanna, Eþíópíu, Kenía, Úganda, Nígeríu og Malaví voru brenndir í mótmælunum. Mótmælendur voru flestir múslimar og lofuðu þeir væntanlegum friðargæsluliðum miklum árásum.

Bandaríkjamenn hafa af því miklar áhyggjur að Sómalía eigi eftir að verða griðastaður hryðjuverkamanna ef ekki tekst að stilla til friðar í landinu. Þeir hafa gert tvær loftárásir á á bústaði uppreisnarmanna í landinu þar sem grunur lék á að þeir tengdust al-Kaída.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×