Erlent

Kona verður forseti Harvard

Drew Gilpin Faust, væntanlegur forseti Harvard háskóla.
Drew Gilpin Faust, væntanlegur forseti Harvard háskóla. MYND/AP

Elsti háskóli Bandaríkjanna, Harvard, mun um helgina tilnefna Drew Gilpin Faust sem forseta skólans. Hún verður fyrsta konan sem gegnir þessari stöðu í 371 ára sögu skólans. Þetta þýðir stefnubreytingu á málum skólans en fyrrum forseti skólans, Lawrence Summers, þurfti að segja af sér vegna athugasemda um konur. Þær þóttu vera litaðar af kvenfyrirlitningu.

Starf forseta Harvard er af mörgum talið eitt æðsta starf í menntaheiminum. Það var hins vegar oft talað um svokallað „glerþak" í skólanum þar sem kona hafði aldrei verið forseti. Það er því ljóst að það á ekki við lengur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×