Erlent

Forstjóri Cartoon Network segir af sér

Ljósaskiltin sem lögreglan hélt að væru sprengjur. Líkindin eru ekki beint augljós.
Ljósaskiltin sem lögreglan hélt að væru sprengjur. Líkindin eru ekki beint augljós. MYND/AP

Forstjóri Cartoon Network, Jim Samples, sagði af sér í dag eftir að ein auglýsingaherferð stöðvarinnar fór úr böndunum. Auglýsingaherferði snerist um það að búa til lítil ljósaskilti sem sýndu persónu úr teiknimyndaseríu gefa dónalega bendingu á þann er á horfði. Þeim var síðan komið fyrir á fjölförnum stöðum í Boston í Bandaríkjunum.

Lögregla tók eftir skiltunum og grunaði að um sprengjur væri að ræða og neyðarástandi var lýst yfir í borginni. Kostnaðurinn við það var rúmlega hálf milljón dollara. Turner fjölmiðlafyrirtækið, sem á Cartoon Network, greiddi allan kostnað og gaf Boston þar að auki milljón dollara í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×