Erlent

SÞ ráðast inn í fátækrahverfi á Haiti

Brynvarinn bíll hermanna Sameinuðu þjóðanna keyrir um Cite Soleil í dag.
Brynvarinn bíll hermanna Sameinuðu þjóðanna keyrir um Cite Soleil í dag. MYND/AP
Hundruð hermanna frá Sameinuðu þjóðunum gerðu í dag innrás í fátækrahverfið Cite Soleil í borginni Port-au-Prince á Haiti. Um 300 þúsund manns búa í hverfinu. Herinn var að reyna að handsama leiðtoga glæpagengis og yfirtaka svæðið sem gengið réði yfir.

Skotbardagar urðu um leið og hermennirnir komu inn í hverfið. Tveir létust og og sjö særðust, þar af tveir hermenn. Hernum tókst þó ætlunarverk sitt og hefur nú komið sér fyrir á svæðinu.

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem herinn fer inn í Cite Soleil en mikið ofbeldi er á svæðinu. Það er talið nær stjórnlaust og nær allt svæðið lýtur stjórn glæpaforingja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×