Erlent

Undirbúningur í fullum gangi

Dick Cheney er  sagður hvetja mjög til hernaðaraðgerða gegn Íran.
Dick Cheney er sagður hvetja mjög til hernaðaraðgerða gegn Íran. MYND/AP

Undirbúningur að hernaðaraðgerðum gegn Íran eru langt komnar innan bandaríska stjórnkerfisins og ættu þær að geta hafist með vorinu. Þó er talið líklegra að ekki verði ráðist í þær fyrr en á næsta ári, skömmu áður en George Bush Bandaríkjaforseti lætur af embætti. Þetta hefur breska blaðið Guardian eftir heimildarmönnum sínum í Washington. Þar kemur fram að Dick Cheney varaforseti sé í forystu þeirra sem telja að ráðast eigi á Íran vegna kjarnorkuáætlunar stjórnarinnar þar en Condoleezza Rice utanríkisráðherra og Robert Gates landvarnaráðherra leggist hins vegar gegn því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×