Erlent

Boða hvalveiðiráðstefnu

Japanar ætla í næstu viku að halda alþjóðlega ráðstefnu um hvalveiðar. Öllum aðildarríkjum Alþjóðahvalveiðiráðsins er boðið til ráðstefnunar en tilgangur hennar er sagður að gera nauðsynlegar endurbætur á ráðinu. Umhverfisverndarsamtök segja hins vegar ljóst að markmiðið sé að þrýsta enn frekar á að hvalveiðar verði heimilaðar á ný. Í gær lentu liðsmenn Sea Shepherd-samtakanna, sem Paul Watson veitir forstöðu, í skaki við japanska hvalveiðimenn á sunnanverðu Kyrrahafi. Japananir hafa fordæmt aðgerðir samtakanna en þeim tókst að koma í veg fyrir að veiðimennirnir skutluðu þá hvali sem þeir höfðu í sigtinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×