Erlent

Enn mótmælt við al-Aqsa moskuna

Al-Aqsa moskan í Jerúsalem.
Al-Aqsa moskan í Jerúsalem. MYND/AP

Palestínumenn og Arabar búsettir í Ísrael héldu í morgun áfram mótmælum sínum við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem. Grjóti var kastað að rútu með ferðamönnum, eldar kveiktir og rúður brotnar. Fólkið mótmælir framkvæmdum Ísraela á hæðinni þar sem moskan stendur en hún er einn helgasti staður í augum múslima. Í gær kom til óeirða á svæðinu og beitti ísraelska lögreglan smásprengjum til að dreifa mannfjöldanum. Á fjórða tug manna særðist í þeim átökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×