Erlent

Obama í framboð

Barack Obama, öldungadeildarþingmaður, tilkynnti formlega í dag að hann gæfi kost á sér sem forsetaefni demókrata í kosningunum 2008. Obama greindi frá ákvörðun sinni á tröppum gamla þinghússins í Springfield í Illinois en þar flutti Abraham Lincoln fræga ræðu árið 1858. Í ræðu sinni kvaðst hann vera rétti maðurinn til að brúa þá gjá sem myndast hefði með þjóðinni og næði hann kjöri myndi hann binda enda á stríðið í Írak. Frægðarsól Obama hefur risið hratt á undanförnum árum en reynsluleysi hans er talið standa í vegi fyrir möguleikum hans á útnefningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×