Erlent

Viðræðurnar að sigla í strand

Christopher Hill, aðalsamningamaður Bandaríkjamanna.
Christopher Hill, aðalsamningamaður Bandaríkjamanna. MYND/AP

Allt stefnir í að viðræður sexveldanna svonefndu um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu sem fram fara í Peking í Kína séu að sigla í strand. Ríkinu hefur verið boðin aðstoð á sviði matvæla og orkumála gegn því að hætta öllum frekari tilraunum með kjarnorkuvopn. Að sögn japanskra erindreka eru kröfurnar sem Norður-Kórea setur fram um orku hins vegar svo óraunsæjar að nánast sé fráleitt að samkomulag náist. Talsmenn Bandaríkjastjórnar eru hins vegar bjartsýnni og vilja halda áfram viðræðunum í að minnsta kosti 1-2 daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×